Rekstrarstjóri óskast!

20 sep, 2024

Rekstrarstjóri Kattholts!
Kattavinafélag Íslands óskar eftir að ráða rekstrarstjóra fyrir starfsemi félagsins í Kattholti. Í Kattholti er rekið athvarf fyrir heimilislausar kisur en einnig hótel fyrir kisur þegar eigendur þeirra þurfa á því að halda. Í Kattholti vinna að jafnaði fimm manns.
Starf rekstrarstjóra felst í að halda utan um daglegan rekstur Kattholts og er það bæði fjölbreytt starf og gefandi. Leitað er að dýravini með góða hæfileika til skipulags og mannlegra samskipta.

Helstu verkefni og ábyrgð:
– móttaka á hótel- og athvarfskisum
– upplýsingagjöf og símsvörun
– innkaup og móttaka á ýmiskonar aðföngum
– stjórn daglegs reksturs og umsjón með ferlum
– tímaskráningar og vinnuskipulag
– starfsmannahald og ráðningar
– önnur tilfallandi störf

Menntunar- og hæfniskröfur:
– mikill dýravinur
– góðir skipulagshæfileikar
– stundvísi og áreiðanleiki
– góð hæfni í mannlegum samskiptum
– hagnýt tölvukunnátta
– góð þekking á samfélagsmiðlum
– góð íslensku- og enskukunnátta
– hreint sakavottorð
– menntun og reynsla sem nýtist í starfi
– reynsla af rekstri og mannaforráðum er æskileg
Auk ofangreinds þarf viðkomandi að hafa bíl til umráða.

Um er að ræða 70-90% starfshlutfall samkvæmt samkomulagi. Launakjör eru samkvæmt VR.
Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf 1. desember 2024 en gjarnan fyrr.
Umsóknarfrestur er til og með 15. október n.k.
Umsóknum ásamt ferilskrá og upplýsingum um a.m.k. tvo meðmælendur sendist í tölvupósti á netfangið kattholt@kattholt.is
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hanna, rekstrarstjóri Kattholts: kattholt@kattholt.is