Ralli rúsínukall er 11 ára kremaður fress sem óskar nú eftir traustu framtíðarheimili þar sem hann kæmist út að leika sér. Hann er rólyndisköttur sem elskar klapp og knús en hann vill ekki deila athyglinni með öðrum dýrum eða börnum.
Áhugasamir bókið skoðunartíma til þess að heimsækja og skoða Ralla. Skoðunartímar eru ca 20 mínútna tímar alla virka daga frá kl. 13:00-14:20. Hægt er að bóka skoðunartíma með tölvupósti kattholt@kattholt.is eða símleiðis á símatímum alla virka daga milli kl. 9-12 í síma 567-2909.
Gjald fyrir kisu frá Kattholti er 24.500 og innifalið í gjaldinu er ófrjósemisaðgerð/gelding, örmerking og skráning hjá Dýraauðkenni, heilsufarsskoðun, ormahreinsun og fyrsta bólusetning.