Nú er farin að gera vart við sig tilhlökkun hjá íbúum og starfsfólki Kattholts! Og það þýðir bara eitt: Páskabasar framundan!
Nú biðlum við til ykkar kæru kisuvinir, eins og svo oft áður. Á síðasta páskabasar seldist mikið af munum og vantar okkur því ýmislegt, eins og t.d. kisustyttur og hluti tengda páskum. Það yrði afskaplega vel þegið ef þið munduð hugsa til okkar með slíkt og eins með bakstur, en það er orðin hefð hjá mörgum að kíkja við basar fyrir stórhátíðar og fá sér gott með kaffinu.
Basarinn verður laugardaginn 8. apríl n.k. Nánar þegar nær dregur.
Endilega hafið samband í Kattholt ef þið viljið hjálpa í s: 567 2909 eða 699 4030.
Það má líka senda okkur tölvupóst: kattholt@kattholt.is
Með kærleiks kattakveðjum og þökkum…