Það eru til ráð til þess að sporna gegn offjölgun katta.
Árlega eru aprílmánuður og fram í maí sannkallaðir kettlingamánuðir. Sama má segja um júlí og ágúst.
Undanfarna daga hafa margar yfirgefnir kettir komið í Kattholt, kettir sem voru kettlingar ekki fyrir svo löngu síðan, en sem fólk virðist hafa hjarta í sér til að losa sig við þegar þeir eru ekki lengur krúttlegir kettlingar. Við skiljum aldrei hvað fær fólk til að henda saklausum dýrum út á vergang.
Núna eru víða læður á vergangi sem komnar eru að goti. Það er sorgleg staðreynd og hvetjum við kattavini til að huga að þeim.
Sitt hvað hefur áunnist með að draga úr offjölgun, sem gefur eldri köttum tækifæri til að fá ný heimili.
En betur má ef duga skal!

Þess vegna: Öxlum þá ábyrgð sem felst í því að vera kattaeigandi.
Ófrjósemisaðgerðir á læðum og gelding fresskatta er nauðsyn!
Hjálpum dýrum í neyð, en yfirgefum þau ekki.