Óskum eftir fósturheimili

21 maí, 2015

Við óskum eftir fósturheimili næstu þrjá mánuði fyrir kettlingafulla læðu og kettlingana sem hún gýtur. Litla fjölskyldan myndi koma aftur í Kattholt þegar kettlingarnir eru tilbúnir að fara á heimili. Við leitum að kattavinum sem verða mikið heima í sumar og hafa tíma til að sinna fjölskyldunni. Áhugasamir geta haft samband í síma 567-2909 eða á netfangið kattholt@kattholt.is.