Óskum eftir bakkelsi og páskaskrauti

17 Mar, 2015

Kæru félagsmenn og aðrir velunnarar Kattholts.

Basarnefnd
Kattavinafélagsins stefnir á að halda páskabasar í Kattholti laugardaginn 28.
mars nk. Enn og aftur leitum við eftir aðstoð ykkar kæru kattavinir.

Við óskum eftir
sjálfboðaliðum í bakstur, en bakkelsið er ómissandi á basarinn. Gott væri að fá
að vita með góðum fyrirvara hverjir væru til í að baka. Við tökum glöð á móti
páskaskrauti, ýmis konar smáhlutum (til dæmis skarti og kisustyttum) og fatnaði. Basardót er hægt
að koma í Kattholt alla virka daga. Öll innkoma fer óskert í starfsemi Kattholts.

Vinsamlegast sendið tölvupóst til [email protected] og [email protected] ef þið hafið áhuga á
að baka fyrir okkur.

 

Nánar þegar nær dregur.

Með kærum kveðjum og fyrirfram þökkum, basarnefnd.