Önnur saga af lögreglunni í Hafnarfirði.

26 júl, 2007

Langaði að segja ykkur aðeins frá honum Koli mínum sem ég auglýsti eftir hér á síðunni hjá ykkur.


 


En eftir að hafa auglýst í bæjarblaðinu í Hafnarfirði hringdi í mig kona.  Sú sagði að tengdapabbi sinn hefði orðið vitni að því að keyrt hefði verið á kött við endann á raðhúsalengjunni minni.


 


Sá hélt að þetta væri hennar köttur því þeir voru mjög líkir og stoppaði því.  Konan sá svo að þetta var ekki hennar köttur og eftir að hafa spurst fyrir í nágrenninu án árangurs í leit að eiganda var lögreglan fengin í málið. 


 


Hún var því nokkuð viss um að þetta væri minn köttur.  Ég fór því á lögreglustöðina því hann var jú örmerktur.  En þar fannst ekkert annað en færsla í dagbók um að keyrt hefði verið á kött á þessum stað og dagsetningn passaði við daginn sem minn köttur hvarf.


 


Ég spurði því hvort þeir athuguðu ekkert með þessar örmerkingar og fékk þá að vita að það væru engar vinnureglur til um það og mjög mismunandi milli manna hvernig tekið væri á svona málum.  Hann bar svo tímaskorti við að athuga svona lagað því þeir hefðu engann skanna.


 


Ég spyr því eins og fleiri til hvers erum við að láta merkja kettina ef ekkert er athugað með þessar merkingar þegar þessar elskur lenda í slysum.


 


Kveðja Ragnhildur.


 


Kattavinafélag Íslands vottar Ragnhildi og  fjölskyldu hennar einlæga samúð.


 


Sigríður Heiðberg formaður.