Ófeigur er duglegur strákur.

29 sep, 2007

 

 

Skýrslan um kettlinginn.

 

10 daga kettlingur fannst 18. ágúst, út í garði í Árbænum í Reykjavík. Hann var mjög kaldur. Kom í Kattholt 19. ágúst sl.

 

Kisumóðir sem kom sama dag er að reyna að sinna honum. Hún er með mjólk í spenum .

 

Læðan var sótt  af eigendum sínum  24 ágúst og fékk kettlingurinn að fylgja með.

 

29. september kom litla stýrið til baka.

 

Við skoðun kom í ljós að hann er högni.

 

Hann er að svipast um eftir góðu fólki sem vill koma honum á legg.

 

Ég er búin að nefna hann Ófeig.

 

Kveðja Sigríður.