Kæru kattavinir nær og fjær!
Sendum ykkur hugheilar óskir um bjart og friðsælt nýtt ár!
Þökkum um leið hjartanlega fyrir ómetanlegan stuðning og tryggð á árinu sem er að líða.
Velunnarar standa dyggan vörð um félagið sem fyrr með reglubundnum stuðningi og að auki bárust okkur rausnarlegar gjafir frá fjölmörgum einstaklingum og fyrirtækjum. Allt léttir þetta okkur róðurinn við starfsemina og rekstur Kattholts.
Hafið það sem allra best og sjáumst hress á nýju ári.
Gleðilegt ár!
Stjórn og starfsfólk Kattavinafélags Íslands