Á aðalfundi Kattavinafélags Íslands þriðjudaginn 27. maí síðastl. var Heiðrún Hlín Guðlaugsdóttir kosin ný í stjórn. Þórhildur Björnsdóttir gaf ekki áfram kost á sér. Við þökkum henni fyrir góð störf í þágu félagsins.
Stjórn Kattavinafélags Íslands hvetur kattaeigendur til að sýna þá ábyrgð að láta gelda högna og taka læður úr sambandi og stemma þannig stigu við offjölgun katta og miklum fjölda katta á vergangi.
Sömuleiðis minnir stjórn félagsins á að samkvæmt lögum um velferð dýra sem tóku gildi 1. janúar sl. ber kattaeigendum að láta örmerkja og skrá heimilisketti.