Nóra 3 ára – Innikisa

21 júl, 2025

Nóra er þriggja ára gömul falleg svört læða sem óskar eftir að komast á heimili þar sem hún fær tækifæri til að vera hún sjálf og góðan tíma til að venjast aðstæðum.

Hún er frekar kvíðin og stygg og þarf góðan aðlögunartíma. Einnig kemur til greina að hún fari á tímabundið fósturheimili þangað til hún kemst á framtíðarheimilið sitt.

Ef þú vilt gefa hræddri kisu tækifæri og treystir þér í svoleiðis verkefni ekki hika við að hafa samband við okkur og spyrja út í Nóru. Einnig er hægt að bóka skoðunartíma

Áhugasamir bókið skoðunartíma til þess að heimsækja og skoða Nóru. Skoðunartímar eru ca 20 mínútna tímar alla virka daga frá kl. 13:00-14:20. Hægt er að bóka skoðunartíma með tölvupósti kattholt@kattholt.is eða símleiðis á símatímum alla virka daga milli kl. 9-12 í síma 567-2909.