Ninja (þrílit) og Loki (svartur) eru 5 ára systkini úr sitthvoru gotinu, nokkrir máðuðir á milli þeirra. Hann er fæddur 1. Apríl 2020 og hún 1. Desember 2019. Þau eru miklir karakterar, elska kúr og klapp, svara nöfnunum sínum þegar kallað er og elska að leika (sækja td. teygju og léttu dóti sem er kastað eins og hundar gera). Þær eru vanar heimilislífi með bæði hundum og öðrum köttum og hafa alltaf verið innikisur, en nýlega gerð að útiköttum. Þau eru ofsalega kelin og góð bæði tvö, en finnst ekkert æðislegt að láta mikið halda á sér nema þekkja vel. Þau eru barngóð en aldrei búið með börnum á heimili.
Áhugasamir bókið skoðunartíma til þess að heimsækja og skoða Ninju og Loka. Skoðunartímar eru ca 20 mínútna tímar alla virka daga frá kl. 13:00-14:20. Hægt er að bóka skoðunartíma með tölvupósti kattholt@kattholt.is eða símleiðis á símatímum alla virka daga milli kl. 9-12 í síma 567-2909.