Nína er komin heim

23 ágú, 2007

Sælar

 

Enn sannar sig þetta góða starf sem Kattholt lætur af sér leiða.  Húrra fyrir Kattholti.

 

Fagnaðarfundir urðu í dag þegar elskulegt fólk hringdi og lét vita af kisu sem var af og til í garðinum þeirra og leitaði í hundamatinn sem þau höfðu úti fyrir hundinn sinn, en hún leit út eins og ég hafði auglýst eftir á ykkar góðu síðu.

 

Hún  Nína mín hafði verið týnd í nærri því mánuð. Orðin nokkuð grönn og afarsvöng. Litla systidóttir hennar hún Lilla hafði beðið eftir henni á hverjum degi út í glugga … en engin Nína.

 

Svo okkur langaði að færa öllum sem að stóðu okkar dýpsta þakklæti .

 

Elva Dís Adolfsdóttir