Kæru kisuvinir. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Síðustu vikur höfum við verið með svo mikið af óskilaköttum að allur matur er uppurinn.
Við sjáum fram á að fóðrið sem nú er til dugi mjög skammt og biðjum ykkur því af einlægni að hjálpa okkur, annað hvort með því að kaupa mat og koma honum í Kattholt eða leggja inn á reikninginn okkar 0113-26-000767 kt. 550378-0199.
Það er fátt sorglegra en að sjá óskilakisur sem í ofanálag eru banhungraðar og við í stjórninni ráðum ekki við það ein að kaupa allan mat sem þarf, þótt vissulega ætli hvert og eitt okkar að styrkja Kattholt til matarkaupa strax í dag.
Við leitum því á ykkar náðir kæru kattarvinir og biðjum ykkur að hjálpa okkur að sjá til þess að óskilakisurnar í Kattholti líði ekki skort. Þær fá nóg af vatni, ást og blíðu en því miður dugar það víst skammt til að þeir haldi lífi.