Neyðarástand í Kattholti. 160 óskilakisur.

26 sep, 2009

Kæru dýravinir.

 

Ég ætla að leyfa ykkur að fylgast með ástandinu hér í Kattholti.

 

Frá 20 ágúst til 25. september hafa komið 87 kettir í Kattholt.

 

Nokkrir af þeim hafa komist heim til sín.

 

160 óskilakisur eru í athvarfinu í dag. 

Aflífun dýranna er staðreynd og framundan eru erfiðir tímar fyrir starfsfólkið hér.

 

Hvað segir þetta okkur? Fólk kennir kreppunni um , ofnæmi og öllu mögulegu, köttum er hent inn um gluggann, settir í kassa fyrir utan athvarfið í öllum veðrum.

 

Spurningin er þessi? hver á að greiða fyrir öll þessi dýr.

Kattavinafélag Íslands ræður ekki við það.

 

Oft þyrmir yfir mig þegar ég mæti þessum blessuðu dýrum sem eigendur hafa yfirgefið.

 

Ekki má gleyma þeim fjölmörgu kattaeigendum sem hugsa vel um dýrin sín .

 

Ég fór í gær til dýralæknis með Filipus mína, sem er 8 ára gömul læða.

 

Hún var lögð inn til skoðunnar og dvaldi yfir nóttina á dýraspítalanum.

Mikið var hún glöð litla skinnið þegar mamma kom að sækja hana.

 

Ég þakka foreldrum mínum fyrir að kenna mér að fara vel með dýr og sýna þeim virðingu og  elsku.

 

Vonandi kemur betri tíð.

Kveðja Sigríður Heiðberg formaður.