Nemo og Skylar 1-2 ára – Útikisur

23 júl, 2025

Nemo og Skylar eru er ungir og litlir og einstaklega fallegir svartur kettir. Það er ennþá mikill leikur í þeim og eru þeir algjörar dúllur. Ein afturloppan er minni en hinar á Nemo en hann lætur það ekki stoppa sig í neinu. Skylar elskar að liggja hátt uppi, horfa yfir fylgjast með öllu sem er í gangi. Nemo finnst ótrúlega gaman að leika. Þegar þeir eru í stuði fyrir kúr mala þeir í kór.

Áhugasamir bókið skoðunartíma til þess að heimsækja og skoða Nemo og Skylar. Skoðunartímar eru ca 20 mínútna tímar alla virka daga frá kl. 13:00-14:20. Hægt er að bóka skoðunartíma með tölvupósti kattholt@kattholt.is eða símleiðis á símatímum alla virka daga milli kl. 9-12 í síma 567-2909.