Músi (og Padda) 8 ára innikisur

12 júl, 2024

Músi er 8 ára svartur og hvítur fress sem óskar nú eftir traustu framtíðarheimili þar sem hann og systir hans Padda (6 ára) fá að búa á þeirra forsendum. Þau eru villikettir í grunninn og vilja ekki snertingu eða athygli sem slíka, aðra en matargjafir og hreinsun á sandkassa. Músi er með gamalt sár á annarri hornhimnu sem veldur mögulega blindu á öðru auganu, en veldur ekki sársauka. Þau geta búið með öðrum köttum en eru logandi hrædd við börn og mikil læti. Þau leita að reynslumiklum eiganda sem treystir sér í þetta gefandi verkefni.

Áhugasamir bókið skoðunartíma til þess að heimsækja og skoða kisu. Skoðunartímar eru ca 20 mínútna tímar alla virka daga frá kl. 13:00-14:20. Hægt er að bóka skoðunartíma með tölvupósti kattholt@kattholt.is eða símleiðis á símatímum alla virka daga milli kl. 9-12 í síma 567-2909.

Gjald fyrir kisu frá Kattholti er 24.500 og innifalið í gjaldinu er ófrjósemisaðgerð/gelding, örmerking og skráning hjá Dýraauðkenni, heilsufarsskoðun, ormahreinsun og fyrsta bólusetning. (ATH. ættleiðingargjald er samningsatriði fyrir þau tvö)

Ljósmyndari: Nadia Jade Cross