Mjöll er týnd

29 jún, 2012

Mjöll sem er 3ja ára gömul bröndótt og hvít læða hvarf af heimili sínu í Grjótaþorpinu í gær. Vísbendingar hafa borist um að hún hafi sést í grennd við Hörpu í morgun.


Hennar er sást saknað af eiganda sínum sem hefur ákveðið að ánafna Kattholti 100.000 krónum þegar kisan kemst til skila. Kattavinir eru beðnir að láta þessa frétt ganga og stuðla þannig að því að Kattholt fái styrk fyrir starfsemi sinni.


Mjöll er forvitin köttur og á til að laumast inn um opnar dyr og jafnvel inn á skápa. Ert þú til í líta í kringum þig og gá hvort þú sérð hana? Hún er ekki merkt með hálsól, en hún er með húðflúr í eyanu og númerið er 902200.


Þeir sem kynnu að hafa séð Mjöll eða vita hvar hún er niðurkomin eru beðnir að hafa samband við Grétar í síma 893 2032.