Minningin um yndislegan kisustrák mun lifa.

20 maí, 2009

 

Sæl nafna. Þú hefur kannski heyrt sorgarfréttirnar frá mömmu?

Jesús varð fyrir bíl á Hringbrautinni á laugardaginn. Sem betur fer voru vitni að slysinu og yndislegar konur sem fóru með hann beint upp á spítala eftir að hafa látið okkur vita

Þær héldu í fyrstu að það yrði allt í lagi með hann, hann væri kannski bara ringlaður, en því miður dó hann á leiðinni.

Ég fór upp á spítala að kveðja hann og mikið er það sorglegt að halda á dánu dýri sínu, borgabarnið sem maður nú er.

 

Það ríkir hér voðaleg sorg því eins og þú veist var einn af fjölskyldunni og alveg einstaklega skemmtilegur.

Við teljum okkur trú um, og huggum okkur við það, að honum hafi liðið vel hér hjá okkur þessi 7 ár sem við áttum hann (hann var að verða 8 ára). Hann fékk meira að segja minningargrein um sig hér: http://www.andriki.is/default.asp?art=17052009.

Ég vildi bara láta þig vita því þú, og þið á Kattholti, reyndust honum svo vel er hann dvaldi á hótelinu ykkar.

Bestu kveðjur,

Sigga Andersen & Co.

 

Kæra Sigga og fjölskylda. Ég man eins og það hefði gerst í gær er þið tókuð að ykkur Jesús.

Ég fékk alltaf fréttir af honum frá Mömmu þinni og eins kom hann á Hótel Kattholt þegar þið brugðuð ykkur af bæ.

Oft send ég frammi fyrir því að hringja í fólk og tilkynna því að dýrið þeirra sé dáið. Það er vandasamt.

Ég hef sjálf mist dýrin mín fyrir bíl og veit hvað sorgin er sár. Get ég sagt öllum hvernig mér líður, nei það get ég ekki, aðeins dýravinir skilja mig.

Í sorg ykkar er gott að þakka Jesús, hvað hann var ykkur og börnum ykkar, sannur vinur, engin getur tekið frá ykkur minninguna um hann.

Ég kveð yndislegan kisustrák og þakka honum fyrir allt sem hann gaf mér af elsku sinni.

Kær kveðja með innilegri samúð til fjölskyldu hans .

Sigga.