Minningarorð um Helgu Guðmundsdóttur

25 May, 2018

Í dag kveðjum við Helgu Guðmundsdóttur starfsmann okkar og félaga sem lést sunnudaginn 13. maí sl. eftir stutt og erfið veikindi.

Helga hafði starfað hjá okkur í yfir sex ár. Hún var góður starfsmaður, yndisleg kona og kattavinur. Annað sem við fengum að njóta var listamaðurinn sem í henni bjó en hún var hæfileikarík og sá um að föndra, pakka og stilla upp þegar basararnir voru hjá okkur. Hún hafði gott auga fyrir hlutunum og var smekk manneskja.

Hennar verður sárt saknað.

Stjórn og starfsfólk senda aðstandendum innilegar samúðarkveðjur.