Eigendur kisunnar Mjallar í Kópavogi hafa fært Kattholti veglega gjöf til minningar um hana. Mjöll var undan læðunni Mónu Lísu sem var kettlingafull á vergangi áður en henni var bjargað. Mjöll átti gott líf hjá eigendum sínum. Hún veiktist og dó í nóvember sl.
Minning um góða kisu lifir.