Minning um Sokk mun lifa í hjarta mínu.

18 ágú, 2009

Góðann daginn

Mig langaði til að skrifa smá minningu um yndislegasta kisu strák í heimi.´

 

Fyrir einu og hálfu ári síðan eignaðist ég ofboðslega sætan og yndislegan kisustrák sem fékk nafnið Sokkur.

 

 

Strax frá upphafi urðum við mjög tengd og man eftir fyrstu nóttunum eftir að hann kom, þegar að hann kúrði í hálskotinu mínu á næturnar og malaði.

 

 

það var yndislegt og ofboðslega gaman að fylgjast með litla snáðanum stækka og vaxa úr grasi. Til að byrja með var hann inniköttur þegar ég bjó á 3ju hæð í Grafarvogi. Í Apríl s.l. fluttum við í Árbæ í kjallara í frekar litla íbúð og tók ég þá ofboðslega erfiðu ákvörðun að leyfa honum að fara loks út.

 

 

Honum fannst æðislegt að vera úti og undi sér alveg í botn á hverju kvöldi eftir vinnu kom ég heim og labbaði út í garð, hringlandi húslyklunum mínum og eftir stutta stund heyrð ég bjöllu kling og litli snáðin kom hlaupandi til mín og gaf mér knús og kossa.

 

 

Í nokkru skipti kom hann með mér í göngutúr í kringum hverfið og elti mig þar sem ég fór og passaði að týna mér ekki úr augnsýn, en átti það til að gleyma sér þegar að hann sá eitthvað afarmerkilegt en þá var nó að kalla nafn hans og hann kom hlaupandi.

 

Þetta var ofboðslega sniðugur og gáfaður köttur, hann þekkti nafnið sitt, þekkti orðin nei, bannað, kyssa mömmu sína og knúsa. við vorum ofboðslega tendg og ég sá ekki sólinu fyrir þessum yndislega kisu strák sem fyllti líf mitt af gleði.

 

þriðjudaginn 11 ágúst breyttist þessi gleði í ofboðslega sorg, litli snáðinn minn var dáinn. eins og gengur og gerist með úti ketti hafði hann orðið fyrir bíl um nóttina. daginn eftir var yndislegur maður að keyra í Árbænum og sá eitthvað liggja á grasinu við veginn og gat hann ekki látið þetta kurrt liggja og stoppaði bílinn og athugaði málið,

 

 

þar sá hann litla kisann minn liggja í grasinu dáinn. hann las á hálsólina hans og hringdi í mig. Þetta er það erfiðasta símtal sem ég hef fengið, að heyra að litli kúturinn minn væri dáinn. ég var nýbúinn að vera á ferðalagi í tvær vikur og náði ekki að heilsa upp á hann eftir að ég kom heim.

 

Þessi tómleiki er hrikalegur og hef ég átt ofboðslega um sárt að binda síðan að þetta gerðist, en ég reyni að hugsa mikið til þeirra æðislegu stunda sem við áttum saman og mun minning hans lifa í hjarta mínu um alla tíð.
Sokkur litli mömmu strákur, ég sakna þín sárt og mun það taka langan tíma að fylla tómarúmið í hjarta mínu.

kveðja
Eva B. Sigurðardóttir.

 

 

Kæra Eva.

 

Ég vil þakka þér fyrir fallegar línur , sem þú skrifar um elskulegu kisuna þína.

 

Það er alltaf svo gott að hugsa til baka og þakka fyrir stundirnar sem þið áttuð saman.

 

Minningin um hann mun lifa í hjarta þína.

 

 

Kveðja Sigríður Heiðberg formaður.