Minning um Mozart.

11 feb, 2010

Sæl Sigríður!



Eðlilega manst þú ekki eftir mér eða Mozart sem ég fékk hjá þér fyrir rúmu 2 árum síðan. 


 Mozart missti helming af skottinu sínu vegna sýkingar sem kom í ljós eftir að ég sótti hann til þín á sínum tíma. 


Nú urðum við fyrir mikilli sorg í gær þar sem það virðist sem keyrt hafi verið á hann og ekki hægt að bjarga honum þar sem hann var illa brotinn á afturfæti og jafnvel slæm innvortis meiðsli. 


Við vorum farin að hleypa honum út sl. 1 ár en hann fór aldrei neitt frá húsinu og var farinn að mjálma eftir korter eða hálftíma til að koma inn aftur okkur til mikillar ánægju en alltaf vildi hann fá að skreppa aðeins út, helst strax á morgnanna áður en ég fór í vinnu og þá eftir að hann var búinn að borða. 


Síðan fór sonur minn í skólann og hann sat um hann, (vissi alltaf nákvæmlega hvenær einhver í fjölskyldunni fór og kom) til að hleypa sér inn aftur.



Allavega rétt eftir kvöldmat í fyrradag þá hleyptum við honum út eins og venjan var í smá tíma og eftir ca hálftíma fórum við út að kalla á hann þar sem hann var ekki farinn að láta heyra í sér eins og vant var til að koma aftur inn.



Síðan leið og beið, sonur minn og við fórum ca 5 sinnum út eða fram yfir miðnætti til að leita og kalla á hann en án árangurs.  Ég fór ekkert að sofa enda með miklar áhyggur af honum og vissi að eitthvað mikið var að.   Ég beið og beið.



Síðan um kl.3 um nóttina ( þá ekkert farin að sofa) heyr ég í honum við útidyrnar (lágt væl) og hleyp niður.  Þar er ræfillinn við dyrnar illa farinn og gat varla dregið sig á framfótunum. 


Ég tók hann upp og hljóp með hann inn en hann var mikið skítugur og blæddi mikið úr honum. 


Við settum hann í baðið og settum sturtuna á hann til að skola allt í burtu til að sjá hve mikið hann var meiddur og kom í ljós að það blæddi mikið úr náranum og kviðnum og einnig var hann illa brotinn á vi.afturfæti. 


Ég vakti með hann það sem eftir lifði nótt þar til dýralæknastofan opnaði og kom þá í ljós að hann var illa brotinn og átti ´þá eftir að kanna innvortis meiðsl. 


Annað var ekki til ráða en að láta svæfa ræfilinn og ég get ekki lýst fyrir þér sorginni sem fylgdi eftir það.  Við erum´nú búin að jarða hann á okkar stað og hans er afar sárt saknað og verður lengi.



Þetta var alveg yndislegt dýr og okkur langar í annan slíkann eða einhvern sem kemst í samræmi við hann Mozart okkar.
 
Ef þú átt hjá þér einhvern svona ungann lubba sem gæti komið í sorgarbætur þá værum við afar þakklát en það verður að vera svona loðinn köttur, blanda af persa og nossara eða eitthvað slíkt.
 
Kær kveðja
Ásdís Móeiður Sigurðardóttir
Heiðarholt 26, 230 Keflavík


Kæru vinir.


Ég vil votta ykkur einlæga samúð mína. Megi minningin um Mozart gefa ykkur styrk í sorginni. Sigga.