Minning um Freyr.

10 júl, 2009


Hæhæ,


 


Kisinn okkar hann Freyr var bráðkvaddur á Sæbrautinni á sunnudags kvöldið, hann var einungis eins árs og 20 daga gamall 🙁


 


Eins leiðinleg reynsla og þetta er að missa gæludýrið sitt þá höfum við nú ákveðið að gefa í Sjúkrasjóðinn Nótt litlar 20.000 krónur í von um að það muni hjálpa öðrum köttum sem hafa heppnina hjá sér.


 


Kærar kveðjur,


 


Matti, Tiina og Freyr.


 


Kæru vinir. Ég vil votta ykkur einlæga samúð mína.


Megi minningin um hann gefa ykkur styrk.


 


Sjúkrasjóðurinn Nótt mun halda áfram að bjarga kisunum okkar.


Þið gerið það mögulegt.


 


Kær kveðja.


Sigríður Heiðberg formaður.