Mér fannst þetta besta frétt kvöldsins.

10 jún, 2010

Ágætu starfsmenn Kattholts og aðrir kattavinir,


Ég sá frétt í sjónvarpinu í gærkvöldi, þar sem þrjár ungar stúlkur söfnuðu að eigin frumkvæði fé handa kisunum í Kattholti. 


Mér fannst þetta besta frétt kvöldsins. Hún er líka hvatning til þeirra, sem geta látið fé af hendi rakna til gæludýra ( líka hunda ), sem kreppan hefur dunið yfir.



Bestu kveðjur frá Siglufirði,


Kristján P.Guðmundsson