Kæru dýravinir.

Nú er jólahátíðin að ganga í garð.

 

Kisurnar hér eru búnar að fá rækjur og annað góðgæti.

 

Þessi tími hefur alltaf verið erfiður hjá mér, er ég hugsa um kisurnar sem hér dvelja.

 

 

Vonandi kemur betri tíð hjá þeim og þau muni eignast góð og ábyrg heimili.

 

Samt geri ég grein fyrir því að ekki er hægt að bjarga þeim öllum.

Það er það erfiðasta í starfinu þegar dýralæknir kemur og bindur enda á líf þeirra.

 

Ég vil þakka þeim dýravinum sem hafa komið í Kattholt og gefið fisk, rækjur, þurrfóður og peningastyrk.

 

Það er svo notalegt að vita af svo mörgum sem bera góðan hug og elsku til kattanna.

 

Gleðileg jól kæru vinir, ég þakka ykkur fyrir alla hlýju í minn garð.

Megi jólin færa ykkur birtu og yl.

 

Kær kveðja .

Sigríður Heiðberg formaður.

 

Myndin er af verðlaunkisunni Benjamín Dúfu og Ísmail.

Þeir voru báðir óskilakettir í Kattholti.

Þeir búa á Laufásveginum og hafa gefið mér mikið af elsku sinni

Takk fyrir strákana mína.