Þið sem standið að Kattholti eruð að vinna ómetanlegt starf og ég bara get ekki skilið hvers vegna opinberir aðilar styðja ekki við starfsemina með fjárframlögum.
Ég fékk hugmynd í framhaldi af þessum þönkum og hún er svona:
Væri ekki hægt að stofna, segjum hollvinafélag eða klúbb Kattavinafélagsins, þar sem þeir sem vildu hjálpa ykkur (fyrir utan árgjaldið), leggðu fram mánaðarlega upphæð.
Það væri hægt að hugsa sér að viðskiptabankinn ykkar sæi um innheimtuna t.d. skuldfært á kreditkortareikning.
Þetta þyrfti ekki að vera há upphæð á hvern, svona eitthvað sem engan munaði um eða fyndi fyrir.
En það gæti safnast saman ef margir leggðu málinu lið. Ég veit að það eru sem betur fer til margir dýravinir.
Langar að senda ykkur kveðju um gleðilegt sumar og von um betri tíð fyrir allar kisur.
Með bestu kveðjum,
Eygló G.
Ég vil koma á framfæri þakklæti til kattavina sem styrkst hafa kaup á nýjum búrum.
Peningarnir sem þið hafið lagt inn á reikning félagssins verða aðeins notaðir til búrakaupa.
Það er svo notalegt að vita um góðar hugsanir ykkar til að betur megi búa að blessuðum dýrunum okkar.
P.S. Myndin er af Pílatus kisunni minni sem fæddist 2006 í Kattholti, fatlaður á framfótum.
Hann er mjög duglegur og hamingjusamur. Takk fyrir hann.
Kveðja.
Sigríður Heiðberg formaður.