Maraþon þann 24.08.2013

24 jún, 2013

Hvetjum alla kattavini til að taka þátt í maraþonhlaupinu í ár og safna um leið áheitum til styrktar Kattholti.

Til að hlaupari geti safnað áheitum á hlaupastyrkur.is þarf fyrst að skrá sig á marathon.is sem þáttakanda.

 

Stöndum saman og styrkjum starfsemina í Kattholti!

Velunnarar Kattholts

 
 
Á myndinni er Grettir, sjö ára geltur fress í heimilisleit. Hann er stór, með loðinn fallegan feld. Ljúfur og góður með öðrum köttum. Mikil kelirófa og skemmtilegur köttur. Hann leitar að góðu og ástríku heimili þar sem hann getur verið útiköttur.