Ljúfur högni í Kattholti.

18 júl, 2008

Komið var með svartan gamlan högna á dýraspítalann í Víðidal.  Hann var veikur af hálsbólgu og var meðhöndlaður. 


 


26. júní kom hann í Kattholt.


Hann slefar mikið litla skinnið og feldurinn er ljótur.  Hann drekkur mikið vatn, sem bendir til að lífæri hans séu að gefa sig.


 


Eyrnamerking hans er óskýr og höfum við ekki fundið eiganda hans. 


Ég skýrði hann Ljúf, skapgerð hans er einstök, rólegur og ljúfur.


 


Það er alltaf svo sorglegt þegar eigendur gefa sig ekki fram.  Það fer að líða að því að við verðum að kveðja hann.


 


Þá segjum við alltaf, takk fyrir samveruna elsku vinur.


Kær kveðja.


Sigríður Heiðberg formaður.