Áslaug Björt Guðmundardóttir heimsótti Kattholt nýlega og afhenti starfsfólki og hótelstýrunni eintök af bókinni sinni Lífspeki kattarins: Lærðu af þeim sem listina kann. Þetta er falleg og skemmtileg bók fyrir alla kattaeigendur. Áslaug býr með kettinum Sæmundi sem er fyrrum Kattholtsköttur.

Bækurnar verða meðal annars seldar í Kattholti og rennur allur ágóði af þeim bókum til athvarfsins. Jafnframt er hægt að nálgast eintök af bókinni á heimasíðunni aslaugbjort.is.

Við færum Áslaugu innilegar þakkir fyrir hlýhuginn og stuðninginn við Kattholt.