Góðan daginn og gleðilegt ár !
23 desember sendi ég inn mynd af myndarlegum fressketti svörtum og hvítum sem var kaldur og hrakinn og sárlasinnvið, fórum með hann á dýraspítalann morguninn eftir í skoðun til að fá eitthvað handa honum , hann vildi ekkert borða né drekka .
Litla greyið var svo kvefaður slím í nefi og gröft í augum ,þær voru svo góðar við hann þarna á dýraspítalanum það var strax byrjað að taka röngenmynd af honum því maginn var svo þaninn og harður( fullur af lofti)að hann átti erfitt með andardrátt ,þær sögðu að hann væri þurr eins og harðfiskur og var dælt vökva undir feld og gefin einhver sprauta undir feld til að örva meltingu og maga þær höfðu hann svo undir eftirliti fram á síðdegi.
Þegar ég hringdi í þær seinnipartinn kom í ljós að líðan hans hafði hríðversnað með hverjum tímanum sem leið og fór að blæða úr nefi og maginn fylltist alltaf af lofti aftur þá var kisi farinn að kveljast og á endanum var honum gefin náðarsprautan.
Hann hefði þurft að fara í aðgerð en ástand hans gerði það ómögulegt svona þurr á skrokkinn og svona kvefaður og illa farinn sem hann var. Líklegt er að hann hafi orðið fyrir einhverju slysi og legið í rigningunni góðan tíma áður en hann náði að skríða í skjól upp við húsið hjá mér .
Hann hvíl í friði litla skinnið. Vildi koma þessu áleiðis ef einhver væri að leita að honum að viðkomandi fengi að vita örlög hans og gæti hætt leitinni. þó þetta séu ekki þær fréttir sem fólk vill heyra þá er betra að fá að vita þetta heldur en að vita ekkert.
Takk fyrir, kveðja Guðrún og jón.
Kæru dýravinir Guðrún og Jón. Ég vil þakka ykkur alla elsku og virðingu sem þið sýnduð dýrinu. Guð blessi ykkur.
Kær kveðja.
Sigríður Heiðberg formaður.