Komið þið sæl Kattholtsfólk,

Fyrir viku síðan kom þessi fallegi 5 mánaða hnoðri á heimilið til okkar.
Í Kattholti hét hann Teddi en gegnir nú nafninu Ozzy – enda er hann algjör töffari!
Hann er búin að bræða hjörtu allra, er fjörugur, blíður og mikill keliköttur.
Hann var mjög fljótur að venjast nýja heimilinu og er nú eins og (katta)kóngur í ríki sínu.

Kær kveðja
Ragnheiður