Þessi fallegi og góði fress óskar eftir góðu heimili. Hann er töluvert feiminn og þarf góðann tíma til að aðlagast nýjum aðstæðum. Þegar hann er byrjaður að treysta finnst honum mjög gaman að leika sér og þiggur gott klapp 🙂 Hann óskar eftir heimili þar sem það eru engin ung börn né aðrir kettir. Hann myndi vilja hafa möguleika á að komast út þegar hann er byrjaður að treysta.
Áhugasamir bókið skoðunartíma til þess að heimsækja og skoða Króna. Skoðunartímar eru ca 20 mínútna tímar alla virka daga frá kl. 13:00-14:20. Hægt er að bóka skoðunartíma með tölvupósti kattholt@kattholt.is eða símleiðis á símatímum alla virka daga milli kl. 9-12 í síma 567-2909.
