Góðan daginn
Í tilefni þess að kisan okkar hann Keli verður 1 árs gamall 10 desember vildum við senda ykkur mynd af honum. Við fengum Kela í kattholti þann 10 mars síðastliðinn og unir hann sér vel sem inniköttur á 101 Reykjavík. Hann er afskaplega duglegur, leikur sér mjög mikið og borðar vel. Nafnið Keli á mjög vel við hann, það var búið að skíra hann þegar við fengum hann og ákváðum við að halda nafninu, því konan sem sá um hann var svo indæl og greinilega þótti mjög vænt um hann.
Keli er afskaplega glaðlyndur köttur og hann vill skila kveðju til allra á Kattholti fyrir að hugsa svona vel um sig fyrstu 3 mánuðina í sínu lífi 😉
Kær Kveðja, Keli Guðný og Egill 😉