Kisur í vanda

7 apr, 2011

Þegar starfsfólk kom til vinnu núna í morgunn var þessi stóri pappakassi fyrir framan hurðina í Kattholti.


Á honum var miði frá Flugfélagi Íslands – lifandi dýr, ekkert annað stóð þar.  Þegar kassinn var opnaður voru 2 kisur í honum, læða og högni.


Greyin voru mjög skelkuð og vissu ekkert hvað var í gangi. Hvenær ætlar fólk að fara að taka ábyrgð á dýrunum sínum, ef fólk getur ekki séð sér fært að hafa dýrin sín þá á það að reyna að koma þeim á annað heimili ef það tekst ekki þá að tala við dýralæknirinn.


Ekki losa sig við þau á þennan máta.


Kveðja Elín