28. júní fannst íþróttataska fyrir utan Kattholt. Það var stúlka sem býr á efri hæð Kattholts sem tók eftir henni og hringdi í mig.
Á meðan ég var á leiðinni í Kattholt kom kona ein og spurði hvað væri í töskunni. Er hún sá kettlingana tók hún annan upp og gekk í burtu með hann.
Ég bið hana að hringja í Kattholt. Að það skuli vera til fólk sem setur dýrin sín í töskur, pappakassa og plastpoka, eins og hvert annað drasl er til skammar.
Ég er óskaplega viðkvæm fyrir hvernig farið er með kisurnar okkar og spyr mig oft hvað eigendur þeirra eru miskunnarlausir.
Samt tel ég betra að dýrin komi í Kattholt, frekar en að þeim sé hent út fyrir bæinn sem oft gerist.
Þá er alltaf spurningir hver á að greiða dvöl þeirra hér. Ef öll sveitafélög í landinu tæku sig saman og styrktu athvarfið yrði auðveldara að láta enda ná saman.
Ég beini því til kattaeiganda að láta taka dýrin sín úr sambandi og sýna þannig ábyrð til að koma í veg fyrir ofjölgun.
Kveðja Sigga.