4 mánaða gamlir kettlingar voru í pappakassa fyrir utan Kattholt fyrir stuttu er starfsfólk mætti til vinnu.
Komið var með móður þeirra í Kattholt Laugardaginn 28.ágúst fulla af mjólk og hún byrjuð að þorna upp.
Enn og aftur bið ég fólk að hafa samband við mig frekar en að skilja svo lítil kisubörn eftir í lokuðum pappakassa úti.
Sýnum dýrunum okkar miskunn og virðingu. Sigríður Heiðberg.