Í dag eru liðin 43 ár síðan Kattavinafélag Íslands var stofnað.
Þá var þörfin fyrir félag til hjálpar kisum mikil og þótt heilmargt hafi áunnist í þessum málum og fleiri félög bæst í hópinn er þörfin enn til staðar.
Tilgangur félagsins hefur verið frá upphafi að allar kisur eigi sér skjól, mat og gott atlæti. Öll getum við verið sammála um það og hvetjum alla kattaeigendur að axla þá ábyrgð, sem fylgir því að eiga gæludýr, dýrunum og okkur sjálfum til heilla.