Kíra „kisumamma ársins“

25 feb, 2015

Starfsfólk Kattholts telur Kíru hafa unnið til titilsins „kisumamma ársins 2014″. Hún gekk í gegnum erfiðleika en var fær um að sýna afkvæmum sínum og annarra mikla umhyggju. 


Kíra fannst í sumar undir þakskeggi, ásamt kettlingum og hafði verið matarlaus lengi. Kattarvinur bjargaði þeim í Kattholt. Þar sinnti hún móðurhlutverkinu með sóma og eftir að kettlingarnir hennar fóru á heimili, tók hún fósturkettlinga undir sinn verndarvæng.


Við óskum eftir framtíðarheimili fyrir Kíru. Hún er blíðlynd og finnst gott að láta klappa sér og strjúka. Kíra er hlédræg, þykir gott að kúra og taka lífinu með ró. Hún er góð með öðrum kisum, en við vitum ekki hvernig hún bregst við börnum og hundum.