Pappakassi með fjórum kettlingum fannst nýlega fyrir utan Kattholt. Okkur þykir ólíðanlegt með öllu að kettir séu skildir svona eftir og erum ákaflega sorgmædd yfir þessu. Kettlingarnir voru skelfingu lostnir.
Við biðjum fólk að hafa frekar samband við okkur svo við getum tekið við kisunum, en fari ekki þessa leið.
Kettlingarnir eru á fósturheimili og áhugasamir framtíðareigendur geta heimsótt okkur í janúar þegar þeir koma aftur til okkar.