Læða og
kettlingar sáust í Esjuhlíðum í síðasta mánuði. Þau voru þar í trjálundi, sem
sést frá hinni hefðbundnu gönguleið. Þetta
er á milli fyrsta og annars þreps, en gönguleiðinni upp á topp má skipta í sex
þrep. Þrátt fyrir að starfsmenn og sjálfboðaliðar Kattholts hafi gengið um
svæðið þá hefur læðan og kettlingarnir ekki sést aftur. Kattafóður hefur verið
skilið eftir en ekki er hægt að útiloka að önnur dýr t.d. mýs séu að stelast í
fóðrið. Læðan er hvít og bröndótt, líklega heimilisköttur en kettlingarnir gætu
verið fæddir á svæðinu. Við biðjum alla sem ganga þessa leið að svipast um eftir
köttunum. Esjan er ekki staður fyrir vegalaus dýr. Vinsamlegast hafið samband
við Kattholt í síma 567-2909 ef þið verðið kattanna
vör.