Kattholt óskar eftir fósturheimilum fyrir kettlingafullar læður

6 júl, 2022

Kattholt óskar eftir fósturheimilum fyrir kettlingafullar læður á meðan þær koma kettlingum sínum á legg. Fósturtímabilið getur verið 3-4 mánuði. Ef þú telur þig vera réttan aðila, ekki hika við að hafa samband í tölvupósti á netfangið kattholt@kattholt.is og við svörum eins fljótt og við getum.

Óskað er eftir heimilum með sér rými fyrir mömmuna og kettlingana fyrstu 2-3 vikurnar eftir got.

 

Myndin er af kettlingunum sem voru að koma til okkar og eru strax komnir í heimilisleit!