Ég vildi bara láta vita að kisustelpa sem við kærastinn minn fengum í sumar er yndisleg og takk takk takk fyrir hana.
Hún var víst yfirgefin greyjið áður en hún kom í Kattholt. Hún er alveg orðin uppáhaldið í fjölskyldunni allir vilja leika við hana og knúsa hana. Ef hún hefur ekki verið knúsuð lengi þá klifrar hún upp buxnaskálmina á manni og vill helst vera þar. Hún er sælkeri og elskar ávexti og grænmeti, sérstaklega brokkolí.
Takk fyrir að leyfa okkur að fá hana.
Kær kveðja
Sara og Lísa