Jólakveðja frá Fróða og Hnoðra og fjölskyldu.

28 des, 2009

Kæra Sigríður,


Fróði og Hnoðri senda sínar bestu óskir fyrir nýja árið til ykkar allra.


Fróði hefur venjulega haft þá venju að senda jólaglaðning inn á reikning hjá ykkur fyrir jólin en var núna frekar seinn til.


Fróði er núna orðin sex ára og kom frá Kattholti.  Hafði fæðst í nýbyggingu og kom ásamt systkynum sínum og mömmu í Kattholt pínulítill. 


Hann kom til okkar rétt fyrir jólin 2003 og hefur reynst hinn frábærasti félagi.  Virkilega greindur og góður kisi. 


Fyrir rúmu ári fékk Fróði kisubróðir úr sveitinni hann Hnoðra.  Við ætluðum að bjarga litlu kríli sem mamman vildi ekkert hafa að gera með en þegar á staðinn var komið fannst sá kettlingur ekki. 


Hnoðri kom í fangið á okkur í staðinn og er algert krútt.  Hann er mjög ræðinn og tjáir sig mikið um hin margvíslegu mál. 


Vill mikið vera úti á meðan Fróði hefur það gott inni í hlýunni.  Þeir koma samt báðir oft með í göngutúra og finnst það rosalega gaman. 


Fróði bíður við dyrnar ef hann heyrir mann segja að maður sé að fara út að labba og skokkar svo með.


Á aðfangadag fengu kisubræður soðinn fisk klukkan sex sem er það besta sem þeir frá.  Þeir fá stundum rækjur eftir labbitúrana enda finnst manni þeir þá svo rosalega duglegir.


Bestu hátíðarkveðjur
Lena.