Tilvalið er að byrja aðventuna með því að heimsækja jólabasarinn, sem verður haldinn í Kattholti, Stangarhyl 2, Reykjavík, laugardaginn 1. des. n.k. kl. 11-16.
Margt góðra muna á boðstólum s.s. fjölbreytt jóladót, bækur, föt og fylgihlutir að ógleymdum girnilegum smákökum og fleiru gómsætu bakkelsi.
Glæsileg jólakort og dagatal verða seld til styrktar óskilakisunum, en allur ágóði rennur óskiptur til þeirra.
Guðmundur Brynjólfsson, höfundur bókarinnar Kattasamsærið“ mætir kl. 14 og les valda kafla úr bókinni. Bókin verður að sjálfsögðu seld á staðnum.
Síðast en ekki síst verða sýndar yndislegar kisur, sem allar eiga það sameiginlegt að þrá að eignast ný og góð heimili.
Æskilegt er að þau ykkar sem ætla að vera svo elskuleg að gefa kökur á basarinn, komi fyrir kl. 11 með kökurnar.
Basarnefnd.