Í Kattholti er nú til sölu fallegt skraut (íslenskt handverk), litlar kisur sem eru til í hinum ýmsu litum. Ágóðinn af sölunni rennur til Sjúkrasjóðsins Nóttar sem er ætlaður til að kosta læknisaðgerðir og hjúkrun á slösuðum kisum sem enginn vill kannast við. Kisuskrautið verður að sjálfsögðu til á jólabasarnum okkar, 26. nóvember nk.