Langar bara að senda öllum hlýjar kveðjur. Ég dáist að starfi ykkar og segi enn og aftur, hvar væru kisur þessa lands ef ykkar nyti ekki við?
Alveg fær maður hroll yfir mannvonsku þeirra sem henda saklausum dýrum út í buskann og láta sig engu varða örlög þeirra. Vonandi verður þetta fólk sótt til saka fyrir athæfið. Eins vona ég að hin kisan finnist og það sem fyrst.
Aftur á móti hlýnar manni svo um munar, að sjá hvað til er gott fólk eins og Elva Björk sem tók að sér móðurlausu kettlingana. Og gleðilegt er að lesa um þegar kisurnar fá ný og góð heimili.
Ég skoða nefnilega mjög oft síðuna ykkar og fylgist með starfinu hjá ykkur þannig.
Kisan mín hún Monza (persnesk), liggur hérna í kjöltunni á mér þegar ég skrifa þessi orð, henni finnst hún alveg ómissandi þegar ég er í tölvunni! Við tókum hana að okkur fyrir 3 árum, eftir ábendingu um að hún væri vanrækt og illa haldin og var fólkið bara fegið að losna við hana. Hún braggaðist fljótt og er alveg ótrúlega blíð og góð kisa þ.e. við alla nema aðrar kisur!
Gangi ykkur allt í haginn.
Kærar kveðjur,
Eygló G.