Eðlilegur kettlingur á að vera fjörugur, uppfullur af leik og sáttur við tilveru og snertingu mannfólksins. Það er ekki gott ef kettlingurinn hleypur burtu og felur sig eða virðist sljór og hálfsofandi allan tímann. Ekki má þó gleyma því að kettlingar sofa mikið fyrstu mánuði lífs síns en bregða þó á ærslafullan leik á milli. Kettlingur sem hefur verið í návist við mannfólk og jafnvel önnur dýr fyrstu 8 vikur lífs síns mun eiga auðveldara með að takast á við nýjar aðstæður og eigendur en sá sem hefur alist upp í þögulli einangrun. Forðist að taka taugaveiklaða kettlinga -líka þótt þið vorkennið honum. Ólóklegt er að þannig kettir verði þessi vinalegi og ljúfi köttur sem flest fólk sækist eftir. Veldu þér kettling sem hentar lífstíl þínum. Ef þú átt börn eða hund er gott að velja kettling sem hefur reynslu af slíku frá uppeldi sínu.

Hanna M Árnadóttir dýralæknir
Dýralæknastofan í Garðabæ