Hugleiðingar formanns.

4 mar, 2010

Skelfilegt ástand er í Kattholti um þessar mundir.

 

Frá 1. janúar 2010 til 3. mars hafa 76 kisur komið í Kattholt.

 

25 af þeim voru sóttar af eigendum sínum. 

 

Hvað segir þetta okkur?.

 

Það get ég sagt ykkur, dýrin eru yfirgefin af eigendum sínum.

 

Spurningin er þessi, hver á að greiða fyrir þessi dýr?

 

Líknarstöðin Kattholt  getur ekki staðið undir þessum fjölda.

Það er mjög dýrt að halda úti starfsfólki til að sinna dýrunum.

 

 

Ég tel að Kattavinafélagið geti ekki rekið til lengdar þessa starfsemi nema að öll sveitafélög í landinu komi að þessu verkefni.

 

Það er ekki rétt að ganga svo nærri eignum félagssins að einn daginn er ekkert eftir og félagið missir húsið.

 

Sem þýðir að ekki verður hægt að bjarga kisunum okkar.

 

 

Ég hef ákveðið að panta tíma hjá Borgarstjóranum í Reykjavík, og reyna að fá lækkum á fasteignagjöldum sem eru mjög há.

Vonandi verður mér vel tekið.

 

Nú hef ég verið formaður í 19 ár og get ekki annað.

 

Ekki er hægt að yfirgefa sökkvandi skip.

 

Hugleiðingar til dýravina.

Sigríður Heiðberg.