Frá opnun Kattholts hefur verið starfrækt gæsla á heimilisköttum sem þurfa að dvelja þar í lengri eða skemmri tíma á meðan eigendurnir eru að heiman. Starfsmenn leggja mikið á sig til þess að sinna þörfum hvers kattar svo þeim líði sem best. Hægt er að fylgjast með hótelgestum á Instagram síðu okkar, Kattholtskisur og þar er hægt að vera í samskiptum við starfsmenn á meðan á gistingu kattarins stendur.

Allir kettir þurfa að vera grunnbólusettir, en það eru tvær bólusetningar með 3-4 vikna millibili og svo árlegar bólusetningar eftir það, eða þar til dýralæknir metur að hægt sé að bólusetja á 2-3 ára fresti miðað við smitmat hvers kattar fyrir sig. Kettir þurfa einnig að vera með gilda ormahreinsun (>12M), örmerktir og geldir/teknir úr sambandi.

Heilsufarsbók eða vottorð frá dýralækni þarf að fylgja með sem staðfestir að kötturinn hafi verið bólusettur og ormahreinsaður. Nauðsynlegt er að kettinum fylgi allar upplýsingar um mataræði og heilsufar. Vinsamlegast komið með fæði kattarins meðferðis.

Kötturinn fær rúmgott búr og þar hefur hann allt sem hann þarfnast. Honum gefst kostur á að fara úr búri ef hann vill. Kettir eru með ólíkar þarfir og reynt er eftir bestu getu að koma til móts við þær.

Köttur sem kemur í fyrsta skipti getur dvalið 7-10 daga á hótelinu, en í allt að 30 daga hafi hann komið áður í gæslu.

Gistingu er hægt að panta á heimasíðunni okkar, https://kattholt.is/hotel-kattholt-boka/  og/eða með því að senda tölvupóst á [email protected]. Við minnum á að panta tímanlega sérstaklega um páska, sumar og jól, til að vera örugg um pláss.

Dagvistunargjald fyrir einn kött er 1.900 kr. Ef tvær kisur (t.d. af sama heimili) koma saman er verðið 2.900 kr og fyrir þrjár kisur 3.900 kr. (Vinsamlega hafið samband ef fleiri kisur af sama heimili þurfa gæslu).

2.000 kr aukagjald leggst á heildarupphæð ef kisur eru sóttar eða þeim skilað í pössun á laugardögum. Einnig leggst 2.000 kr sekt við heildarupphæð ef kisi er sóttur seinna en áætlað var.